Apótek Hótel er glæsilegt hótel staðsett í hjarta Reykjavíkur á horni
Austurstrætis og Pósthússtrætis. Á hótelinu eru 45 veglega innréttuð herbergi þar sem lagt var upp með þægindi í bland við nútímalegt útlit með klassísku yfirbragði við hönnunina og tóna herbergin vel við ytra útlit hótelsins. Fyrir þá sem vilja enn meiri lúxus er boðið upp á Superior- og Deluxe herbergi ásamt Juniorsvítum og þriggja hæða Turnsvítu.
Á jarðhæð hótelsins býður Apótek Kitchen + Bar upp á heillandi blöndu af íslenskri og evrópskri matargerð og á barnum blanda "apótekararnir" spennandi "meðöl" fyrir öll tækifæri.
Við tryggjum besta verðið
Við tryggjum besta verðið
Við hjá Keahótelum tryggjum að viðskiptavinir okkar finni ávallt bestu verðin á vefsíðu okkar www.keahotels.is
Ef þið finnið lægra verð með sömu skilyrðum á annarri vefbókunarvél innan við 24 klukkustundum eftir að þið staðfestið bókun, munum við jafna verðið.
Til þess að staðfesta lægra verðið biðjum við ykkur um að senda okkur póst á netfangið: keahotels@keahotels.is þar sem fram kemur nafn vefsíðunnar þar sem þið funduð tilboðið, ásamt skjámynd sem sýnir eftirfarandi atriði:
- Nafn hótelsins
- Bókunardagsetningu
- Innritunardagsetningu, herbergistýpu, verð, greiðsluskilmála og fjölda gesta.
Verðtryggingin er einungis samþykkt ef þessi atriði eru eins í báðum tilvikum- aðeins verðið greini á milli.
Við munum svara innan 48 klukkustunda (á virkum dögum) og ef verðið er samþykkt munum við senda ykkur bókunarstaðfestingu með nýja verðinu ásamt því að afbóka fyrri bókunina.
Vinsamlega athugið:Þessi trygging er einungis ætluð bókunum sem gerðar eru af einstaklingum í gegnum bókunarvél Keahótela (www.keahotels.is).
Við tökum ekki gild umsamin verð eða verð sem ekki eru gefin upp á netinu.
Lágmarks verðmunur sem við samþykkjum er 2 EUR / 300 ISK á nótt.
Sömu skilyrði sölu: greiðsluskilyrði og afbókunar- eða breytingargjöld þurfa að eiga við báðar bókanir.
Við tökum ekki tillit til verða sem innihalda villur á þeim tíma sem bókað var.
Aðbúnaður og þjónusta
Aðstaða
- Reyklaust hótel
- Frí nettenging
- Veitingastaður
- Bar / Lounge
- Míníbar
- Aðgengi að prentara og ljósritunarvél
- Gestamóttaka opin allan sólahringinn
- Töskugeymsla
- Gestir hafa gjaldfrjálst aðgengi að tölvu í gestamóttöku
Þjónusta- Herbergisþjónusta
- Fatahreinsun (virka daga), berist
þvotturinn fyrir klukkan 10:00 er hann afhentur samdægurs.
- Vakning: Hægt
er að panta upphringingu frá gestamóttöku allan sólarhringinn.
- Bókunarþjónusta
Innritun og útskráning
- Innritun er frá 15:00
Útskráning er til 12:00 (hádegi)
Gisting fyrir börn
Við bjóðum öll börn velkomin á hótelið. Börn undir 12 ára gista frítt ef þau deila rúmi með foreldrum, að hámarki eitt barn í hverju herbergi.
Ungbarnarúm (0-3 ára) eru ókeypis og eru háð framboði. Vinsamlegast hafið samband við hótelið til að bæta ungbarnarúmi við bókunina þína.
Greiðslukort
Hótelið áskilur sér rétt til að taka frá heimild á greiðslukorti gests áður en dvölin hefst.
Staðsetning
Apótek Hótel er staðsett í hjarta Reykjavíkur, en borgin þekkt fyrir fjölbreytt mannlíf og spennandi afþreyingu. Hótelið stendur við Austurvöll aðeins steinsnar frá Alþingishúsinu, Dómkirkjunni og Hótel Borg. Í göngufæri frá hótelinu má finna fjölda veitingahúsa, safna og verslana og því auðvelt fyrir gesti að njóta miðborgarinnar fótgangandi. Apótek Hótel er skráð að Austurstræti 16 en gengið er inn frá Pósthússtræti.
Hafðu samband
Apótek HótelAusturstræti 16, 101 Reykjavík, IcelandSími: +354 512 9000
Fax:+354 512 9020
Vefsíða: www.keahotels.is
Sendið tölvupót til: apotek@keahotels.is